

Lionel Messi, stjarna Barcelona virðist vera ósátt með það að félagið hafi ekki gert meira til að fá Neymar í sumar.
Neymar vildi koma aftur til Barcelona í sumar en félagið hafði ekki efni á honum. Tvö ár eru síðan að Neymar fór frá Barcelona til PSG.
,,Ég veit ekki hvort Barcelona gerði allt til að fá hann,“ sagði Messi um sögu Neymar í sumar.
,,Ég fékk lítið að heyra frá félaginu af viðræðum, ég get því ekki sagt hvort Barcelona hafi gert allt.“
,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá stjórn okkar, ég veit bara að ég talaði við Neymar. Hann vildi koma, hann var ólmur í það.“