fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fitness Sport sektað um 400.000 vegna kraftaverkabelta og gels

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 13:00

Vörurnar frá Fitness Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mittisbelti, lærabelti og gel sem brenna á fitu á völdum stöðum á líkamanum eru efni dóms Neytendastofu á hendur fyrirtækinu Fitness Sport. Sweet Sweat gel, Waist Trimmer belsti og Thigh Trimmer belti eru vörur sem sagðar eru valda fitubrennslu á þeim svæðum líkamans þar sem þeim er beitt á, samkvæmt auglýsingum frá Fitness Sport. Neyendastofa vildi fá rökstuðning fyrir þessari virkni varanna en Fitness Sport svaraði aldrei erindi stofnunarinnar þar um.

Er Fitness Sport með þessum auglýsingum talið brjóta ákvæði 1. málstgreinar 8. greinar laga um eftitlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þar segir:

„Viðskiptahættir eru óréttmætir ef þeir brjóta í bága við góða viðskiptahætti gagnvart neytendum og raska verulega eða eru líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun
neytenda. Viðskiptahættir sem brjóta í bága við ákvæði kafla þessa eru alltaf óréttmætir.“

Um þetta segir í dómi Neytendastofu enn fremur:

„Ákvæðinu er ætlað að taka til viðskiptahátta sem hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. Við mat á því hvort um óréttmæta viðskiptahætti sé að ræða samkvæmt ákvæðinu er litið til þess hvort háttsemin geri það að verkum að hinn almenni neytandi taki ákvörðun um að eiga viðskipti sem hann hefði ella ekki tekið og raski þar með fjárhagslegum hagsmunum hans eða hafi áhrif á fjárhagslega hegðun.“

Gel og belti áttu að brenna fitu af maga og lærum

Neytendastofa óskaði eftir því að Fitness Sport færði sönnur á eftirfarandi fullyrðingar um vörurnar, en þarna er lofað fitubrennslu af tilteknum svæðum á líkamanum ef beltunum og gelinu er beitt á þau:

„Sweet Sweat gelið eykur svo hitastigið enn meira og stuðlar að enn meiri vatnslosun og brennir fitu á staðnum sem það er borið á. Gelið er borið á undir beltið, en það virkar líka eitt og sér, er því hægt að bera það á hvar sem er á líkamanum.“

„Loksins er komið alvöru brennslugel sem brennir fitu af ákveðnum svæðum líkamans. Líkaminn er vanur að brenna fitu þar sem honum hentar og það er ekki endilega af þeim svæðum sem þú vilt grennast á. Með Sweet Sweat getur þú örvað fitubrennslu og vatnslosun af ákveðnum svæðum þannig að árangurinn er sjáanlegur strax.“

„Efnið eykur hitamyndun á því svæði og margfaldar þannig fitubrennsluna ásamt því að losa allt vatn undan húðinni.“

„Paige Hathaway í samstarfi við Sweet Sweat gerðu nýja og ennþá öflugri waist trimmer! Með sömu eiginleikum og klassíska Sweet Sweat beltið, þá kom þessi frábæra viðbót að þrengja að mittinu og hjálpar það enn meira við að minnka mittið! Beltið er gúmmíhúðað að innan sem gerir það að verkum að maður svitnar meira á svæðinu sem beltið er á og tónar því mittið mikið. En við gerð þessa beltis var notast við nýja tækni til þess að það eykur meiri vökvalosun en klassíska beltið!“  

„Waist Trimmer beltið eykur hitastigið á magasvæðinu sem veldur aukinni svitamyndun og þannig vatnslosun. Frábær leið til að minnka mittismálið hratt og örugglega. Hentar líka frábærlega með Sweet Sweat gelinu ef ætlunin er að brenna fitu af maganum.“

„Thigh Trimmer beltið eykur hitastigið á læra svæðinu sem veldur aukinni svitamyndun og þannig vatnslosun. Frábær leið til að minnka ummálið hratt og örugglega. Hentar líka frábærlega með Sweet Sweat gelinu ef ætlunin er að brenna fitu af lærunum.“

Ekkert svar barst hins vegar frá Fitness Sport og teljast fullyrðingarnar í auglýsingunum því vera ósannaðar.

Fitness Sport bannað að auglýsa með þessum hætti

Samkvæmt úrskurði Neytendastofu er Fitness Sport bannað að stunda þessa viðskiptahætti sem hér um getur. Þá er fyrirtækið dæmt til að greiða 400.000 króna stjórnvaldssekt í ríkissjóð.

Sjá úrskurð Neytendastofu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“