fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Fyrirsætan sem sakaði Neymar um nauðgun í vondum málum

433
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Najila Trindade, brasilsíska fyrirsætan sem sakaði Neymar um nauðgun í sumar, hefur verið kærð fyrir fjárkúgun og fjársvik. Það var í maí síðastliðnum sem Najila fór til lögreglunnar í Sao Paulo og lagði fram kæru gegn knattspyrnumanninum. Sagði hún að nauðgunin hefði átt sér stað í París.

Dómari vísaði málinu frá í ágúst síðastliðnum vegna þess að ekki þóttu komnar fram fullnægjandi sannanir fyrir því að Neymar hafi gert eitthvað rangt.

Nú hefur lögreglan í Brasilíu gefið út kæru á hendur Najila sem er sökuð ýmislegt misjafnt. Þá hefur fyrrverandi kærasti hennar, Estivens Alves, einnig verið kærður í málinu en það verður í höndum dómara að ákveða hvort málið fari fyrir dómstóla.

Neymar neitaði því staðfastlega að hafa nauðgað Najilu en sjálf sagði hún að myndbandsupptaka, sem birtist opinberlega í byrjun júnímánaðar, væri sönnun í málinu. Sem fyrr segir vísaði dómari málinu frá og nú gæti Najila verið í vondum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu