fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Sigfús opnar sig um neysluna: „Ég ætlaði að vera edrú fram á sumarið“

Handboltakappinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson segir hann hafi verið í tómu rugli og óreglu.

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var bara eins og Íslendingur á Benidorm að sumri til. Ég var í tómu rugli og óreglu með allt saman sem var í gangi. Maður var að mæta illa lyktandi á æfingar og í misjöfnu ástandi. Mér fannst samt eiginlega ekkert vera að hjá mér. Þetta var bara vitleysa í þessu liði. Ég ætlaði bara að sýna þessu pakki að ég gæti verið edrú, ég ætlaði að vera edrú fram á sumarið, fá mér svo pítsu og bjór,“ segir handboltakappinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í viðtali við sjónvarpsþáttinn Ný sýn en þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans.

Sigfús segir að það hafi verið gæfuspor að byrja að vinna í fiskbúð. „Ég stóð ekki upp á bíl keyrandi niður Skólavörðustíginn með hundrað þúsund manns að fagna að ég væri að koma af Ólympíuleikjum og segja svo fimm mánuðum seinna að ég væri að vinna í fiskbúð. Ég verð bara að segja að það var töluvert gæfuspor,“ segir Sigfús í viðtalinu.

Í ítarlegur viðtali við DV árið 2013 fór hann yfir langa neyslusögu sína. Þar greindi hann meðal annars frá því að hann hafi selt silfrið sem hann vann á Ólympíuleikunum. „Neyslusaga mín er löng og byrjar þegar ég er ungur maður. Eins og alþjóð veit er ég óvirkur alkóhólisti í dag. Á árum áður má segja að minn alkóhólismi hafi sprungið út og komið mér í slæmar aðstæður.

Ég skuldaði peninga og fékk innheimtubréf frá lögfræðingum. Leiðin út úr þeim ógöngum var að stórum hluta þegar ég fór út að spila. Mikið af hlutum sem mínir nánustu vita ekki um. Það er mitt og míns trúnaðarmanns að vita.

Við náðum að hreinsa flest allt upp, en ekki allt. Sex vikum eftir Ólympíuleikana í Peking hrundi allt samfélagið hérna og hvergi var hægt að fá vinnu. Ég er ólærður og hef ekki verið mikið fyrir það að reyna að nýta mér tengsl innan fjölskyldunnar. Yfirleitt þegar maður nýtir tengsl getur það brugðið til beggja vona,“ sagði Sigfús þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland