fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

71 karlmenn hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. september 2019 19:36

Ragna Björg Skjáskot/Fréttir Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa 389 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þar af 71 karlmenn. Samkvæmt Rögnu Björg Guðbrandsdóttur, verkefnastýru Bjarkarhlíðar er um að ræða helmingsaukningu á fjölda þeirra karlmanna sem leiti til Bjarkarhlíðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar 2.

Árið 2018 leituðu 479 manns til Bjarkarhlíðar, þar af 61 karlmenn, eða um 9%. Árið 2017 voru karlmenn um 7% skjólstæðinga. Í ár eru þeir orðnir 13 prósent.

„Karlmenn eru að sækja sér aðstoð í auknum mæli. Það er alveg helmings aukning frá því í fyrra,“ sagði Ragna í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.  „Umræðan um ofbeldi hefur aukist, sérstaklega þegar kemur að heimilisofbeldi. Flestir af þessum mönnum eru að leita sér aðstoðar sem þolendur heimilisofbeldis“ Karlmenn leita einnig til Bjarkarhlíðar vegna kynferðisofbeldis eða ofbeldis í æsku. Ragna segir mikla vöntun á athvarfi fyrir karlmenn á borð við Kvennaathvarfið.

„Því það eru að koma upp mál þar sem karlmenn hafa í ekkert skjól að vernda og eru jafnvel bara að sækja inn til  jafnvel aldraðra foreldra. Karlmenn séu gjarnan hikandi við að leita réttar síns eftir að brotið er gegn þeim af ótta við viðbrögð.  Því kæra þeir síður brotin.

„Þeir óttast viðbrögð lögreglu, þeir óttast um hvernig verður tekið á málunum og þeir óttast um það að vera sakaðir sjálfir um líkamlegt ofbeldi ef þeir hafa þurft að koma sér sjálfir úr aðstæðunum með því að halda konum til að stoppa ofbeldið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“