fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir útigangsmenn ekki velkomna í Garðabæ : „Garðabær á örugglega Íslandsmet í fjölda ráðherra […] Styrkja ekki einu sinni Kattholt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar í dag harðorðan pistil á Facebook þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna Reykjavík er látin bera ábyrgð á þeim sem höllum fæti standa, sama úr hvaða sveitarfélagi þeir koma. Tilefni skrifa hans er viðtal Fréttablaðsins  við Frosta Runólfsson, besta vin Lofts Gunnarssonar sem var útigangsmaður sem lést árið 2012.

„Aðstæður útigangsfólks eru sorglegar. Ekki bara hér á Íslandi heldur alls staðar. Vandi fólksins er líka fjölþættur; fíknin spilar þar stórt hlutverk, líkamlegir og geðrænir sjúkdómar, þroskaraskanir og félagsleg vandamál. Fólk sem er komið á þennan stað þróar oft með sér sjúkdóma; lifrarbólgu, hjarta- og æðasjúkdóma, HIV og lungnasjúkdóma. Að halda því fram að vandi þessa fólks sé aðallega að það hafi ekki aðgang að þokkalegri íbúð er mikil einföldun, það gerir bara aðstæður fólksins bærilegri en það leysir ekkert

Man vel eftir Lofti

Jón segist vel muna eftir Lofti. .“Mér fannst ömurlegt að frétta af fráfalli hans. Ég var þá borgarstjóri og reyndi að sýna fjölskyldu hans og vinum samúð. Eftir fráfall Lofts hófst mikil umræða um aðstæður útigangsfólks í Reykjavík, knúin áfram af aðstandendum hans, sem kröfðust úrbóta.

Mörg þung orð voru þá látinn falla. Mörgum fannst eins og Reykjavíkurborg, og jafnvel ég hefði brugðist Lofti. Það fannst mér oft sárt. Sem maður sem hef sjálfur barist við fíkn og horft upp á vini og fjölskyldumeðlimi hverfa í móðu fíknarinnar þá langaði mig til að vinna að því að reyna að bæta aðstæður fíkla og útigangsfólks í Reykjavík. Ég starfaði lengi sem áfengis- og fíkniefnaráðgjafi, bæði hjá SÁA , Ríkisspítölum og í Svíþjóð. Og mér tókst að gera ýmislegt gott í þessum málum.“

Engin úrræði fyrir útigangsfólk í Garðabæ

„Garðabær er eitt ríkasta sveitarfélags landsins. Þar búa þeir sem hæstu launin hafa. „ Bæjarstjórinn í Garðabæ er til dæmis með hærri laun en flestir aðrir sem gegna sambærilegum stöðum. Hann er með miklu hærri laun er borgarstjórinn í Reykjavík. Forsendur launanna eru hin mikla ábyrgð sem á herðum hans hvílir. Þannig er það að minnsta kosti réttlætt. Garðabær er ekki með neina þjónustu fyrir útigangsfólk. Félagsleg þjónusta er næstum því engin. Garðabær styrkir ekki Samtök um Kvennaathvarf og virðist vera með þá stefnu að taka ekki þátt í svona löguðu. Kemur sér undan því að minnsta kosti, mest með aðgerðarleysi og þöggun.“

 

Af hverju er það svona mikil skylda íbúa Reykjavíkur að leysa félagslegan vanda Garðbæinga?

Jón veltir því fyrir sér hvers vegna það lendir á Reykjavíkurborg að leysa félagslegan vanda Garðbæinga.

„Á hvaða fundi var það ákveðið? Var sú ákvörðun kannski bara tekin í Garðabæ þar sem er hefð fyrir því að landinu sé stjórnað þaðan? Garðabær á örugglega Íslandsmet í fjölda ráðherra. Bjarni Ben býr þar. Og Sigmundur Davíð, sem er sérlegur áhugamaður um skipulagsmál í Reykjavík og hefur mjög ákveðnar skoðanir á miðbæ Reykjavíkur, býr þar líka. Það er líka gott að búa í Garðabæ. Þar getur maður átt stórt hús en borgað lágt útsvar enda engin félagsleg þjónusta að reka. Þar er nálægð við stórbrotna náttúru og engin íbúi Garðabæjar þarf að óttast að sjá eitthvað óþægilegt. Vandi fólks er einfaldlega leystur með útskúfun og fólk er hrakið burt. Svona leystu færeyingar vanda einstæðra mæðra, kvenna sem urðu barnshafandi utan hjónabands, með því að borga fyrir þær far til Íslands. Í kristnum samfélögum í bandaríkjunum er sömu aðferð beitt á samkynhneigða. Þeir eru bara hraktir burt úr bænum, vegna þess að þeir passa ekki lengur ínní samfélagið sem þeir fæddust í.

Loftur bjó í Garðabæ

„Móðir Lofts og fleiri Garðbæingar stofnuðu minningarsjóð um Loft. Megintilgangur sjóðsins er að bæta aðstæður útigangsfólks í Reykjavík og hefur sjóðurinn styrkt úrræði sem Reykjavíkurborg rekur, eins og Gistiskýlið og Konukot. Allt gott er um það að segja en engin slík úrræði eru í heimabyggð þessa ágæta fólks. Sveitarfélagið þeirra, þar sem þau borga sitt útsvar, styrkir ekki einu sinni Kattholt.“

Jón segir stundum virðist sem fólk telji það skyldu Reykjavíkur, sem höfuðborgar, að taka ábyrgð á alls konar. Á honum Norðurlöndunum hafi höfuðborgir skýrt hlutverk,og fái fyrir það eyrnamerkt fjármagn frá ríkinu. „Þar skilur fólk að félagslegur vandi er þjóðarböl en ekki afmarkað vandamál einstakra sveitarfélaga afþvíbara einsog virðist vera hugsunin hér. Þar er lögð mest áhersla á virkt samstarf. Hér er málum öðru vísi háttað. Ríkið hefur á síðustu árum dregið úr þjónustu við fíkla með margþættar greiningar, lokað deildum og lagt niður úrræði. Fulltrúar SÁÁ benda reglulega á þetta.“

Útigangsmenn í Reykjavík, segir Jón, að séu flestir erlendir, farandverkamenn sem fluttir voru til landsins til að stafa í byggingariðnaði en misstu vinnuna í hruninu. „Flestir fóru aftur heim en aðrir misstu fótanna og urðu útigangsmenn í Reykjavík. Stór hluti útigangsmanna eru erlendir. Kallarnir sem áttu fyrirtækin sem fluttu inn verkamennina bera enga ábyrgð á þeim eða að hafa flutt þá inn til landsins. Og sumir þeirra búa í Garðabæ. Útigangsmennirnir eru ekki velkomnir þar.“

Gylfi Ægisson sendi kaldar kveðjur

Jón minnir á að stutt er síðan Gylfi Ægisson, Vestmanneyingur, hafi búið í bíl sínum í Laugardal. Sendi hann borgaryfirvöldum kaldar kveðjur í fjölmiðlum.

„Í fréttum kom fram að langstærstur hluti þeirra Íslendinga sem bjó í Laugardal væru úr öðrum sveitarfélögum. Þeim var boðið betra húsnæði í Víðinesi en flestum virtist þeim misboðið við það.
Vestmannaeyjar eru líka eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi og yfirleitt á sama árlega lista og Garðabær. Af hverju er einn af þekktustu sonum Vestmannaeyja á vergangi í Reykjavík?
Reykjavíkurborg er með langmestu og faglegustu úrræði fyrir okkar minnstu bræður og systur og leggur til þess marga milljarða á hverju ári.

Þau eru ekki fullkomin en þau eru best á öllu landinu. Og hvað með að í staðinn fyrir að vera alltaf að æpa á Reykjavík að gera nú betur en það góða sem hún er að gera nú þegar, hvað með að byrja nú aðeins að gera þá kröfu að önnur sveitarfélög geri eitthvað? Þó það væri ekki nema eitthvað smá?

Loftur Gunnarsson var úr Garðabæ. Hann var hrakinn þaðan með nákvæmlega sama hætti og Kenny vinur minn var hrakinn burt úr Mormónasamfélaginu sem hann fæddist inní í Utah enda ekkert pláss fyrir samkynhneigða menn þar. Hann hraktist til LA.

Væri nú ekki lag að vera nú með samstöðu- og baráttufund á Garðatorgi og krefjast þess, í minningu Lofts að gerðar verði úrbætur þar í málefnum allskonar fólks? Hin þunga ábyrgð liggur, í þessu tilviki, þar. Ekki í Reykjavík. Það er til nóg af peningum og bæjarstjóranum er borgað fyrir að taka svona ábyrgð. Eina sem vantar er vilji.
Blessuð sé minning Lofts Gunnarssonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd