fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri furðar sig yfirlýsingu landssambands lögreglumanna – Segir rétt að endurskoðun beinist að öllum lögreglumálum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2019 12:01

Haraldur Johannessen. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti ríkislögreglustjóra segist furða sig á yfirlýsingu Landssambands lögreglumanna sem send var fjölmiðlum í gærkvöldi. 

Stjórn Landssambandsins hafði ekkert samband við embættið til að ræða þær áhyggjur sem sambandið hefur af stöðu mála og hefur ekki lagt fram neinar kvartanir.

„Landssamband lögreglumanna á fulltrúa bæði í fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins og hefur formaðurinn meðal annara sjálfur setið í þeim. Fulltrúi landssambandsins hefur unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast mun innan skamms.“

Þegar liggi fyrir að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 

„Ríkislögreglustjóri hafði sjálfur frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöð og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn.“

 Að endingu tekur ríkislögreglustjóri fram að það sé tímabært að huga að framtíðarskipan lögreglu og því skynsamlegt að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda beinist að lögreglumálum í heild, fremur en aðeins að ríkislögreglustjóra. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“