fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

WOW er á leið í loftið aftur: Fyrsta flugið eftir endurreisn í október

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náðst hefur endanlegt samkomulag milli USAerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum þrotabúsins. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Sögu í dag.

Kaupin hafa legið í loftinu í nokkurn tíma en nú hefur endanlegt samkomulag náðst. Nýja flugfélagið verður undir merkjum WOW air og hefst lággjaldaflugrekstur WOW til Bandaríkjanna í október. Þá mun félagið stunda fraktflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Þannig hyggst félagið flytja ferskan fisk frá Íslandi á markað í Bandaríkjunum.

Fyrsta flugið verður frá Washington til Keflavíkur í október en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Michele Roosevelt Edward, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, sagði á fundinum að vörumerki WOW air væri sterkt og markmiðið væri að byggja á traustum grunni WOW air. Í raun væri ekki verið að stofna nýtt félag. Þá sagðist hún vilja gera enn betur við viðskiptavini WOW air, til dæmis með betri mat og setustofu fyrir farþega WOW air á Keflavíkurflugvelli, ekki ólíkri þeirri sem viðskiptavinum Icelandair býðst. Þá muni farþegum standa til boða að fá ókeypis vatn um borð í vélunum.

Michele sagði einnig að í fyrstu verði tvær vélar í flota félagsins. Hún ætli sér að byrja rólega og fara varlega og stefna á að flotinn telji tíu til tólf vélar þegar mest lætur. Þá sagði hún að félagið væri þegar búið að tryggja sér vélar. Það hefði ekki reynst erfitt þrátt fyrir vandamálin tengd MAX-vélum Boeing-flugvélaframleiðandans. Þá sagði Michele að stefnan væri að starfsfólkið kæmi bæði frá Íslandi og Bandaríkjunum og einhverjir af fyrrverandi starfsmönnum verði endurráðnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni