fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Segja Dag B. Eggertsson vera með þvílíka sýndarmennsku: „Hvar er riffillinn núna?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. september 2019 17:49

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, bauð varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, að halda viðræður í Höfða í gær. RÚV greindi frá því að Dagur hafi sýnt Pence þennan merka stað en fundur Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna var haldinn á Höfða árið 1986.

Það vakti athygli að borgarstjórinn hafi mætt hjólandi á fundinn. Meðlimir í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið voru meðal þeirra sem furðuðu sig á þessum fararmáta Dags. Þar var talað um að þetta væri sýndarmennska hjá borgarstjóranum.

„Þetta er það [sýndarmennska] svo sannarlega, hann er með einkabílstjóra en fer ekki um allt á reiðhjóli, hallaræsileg lygi í raun!“

„Er hann og aðstoðarmaður að mæta á fundi á reiðhjólum???“
„Hann er bílprófslaus greyið.“
„Hann er með bílstjóra á launum borgrbúa….en hinsvegar er aðstoðarmaðurinn hjálmlaus“
„Þvílíkt skömm að þessu liði í stjórn Sorry mafiuni á Lilla Íslandi“
„Óttaleg sýndarmennska í stíl vinstri manna.“
„Hvar er riffillinn núna?“
„Kom hann þá beint að heiman, bindislaus , á svo mikilvægan og merkan fund ? Fer hann alltaf á reiðhjóli í Ráðhúsið, það er kanski 5 mín., en það eru ekki 5 mín hjólarúntur í jakkafötum án bindis, frá miðbænum og að höfða. Skiljanlegra ef menn hafa verið á nætursvambli og skilið bíl sinn eftir og hjóla svo daginn eftir, bindislausir og slappir, enda oft sem bindin týnast á svambli.“
„Hvar geymdi hann bílinn og einkabílstjórann á meðan?“

Ekki allir á sömu skoðun

Ekki voru þó allir á þeirri skoðun að þetta hafi verið sýndarmennska hjá Degi enda má oft sjá hann hjólandi um götur borgarinnar. Maður nokkur segist ekki vera sammála honum en þetta hafi þó verið töff hjá honum
„Töff.. er ekki svo sammmála honum um skipulag og rekstur borgarinnar. En stingur aðeins upp í bílalestir og lífhræðslu… Töff.“
Aðrir segja á að það sé ekkert að þessu og benda á að hjólið sé mun umhverfisvænna.
„Og hvað er að þessu ? Til hvers að keyra svona stutt? Mun betra fyrir náttúruna að henda sér bara á hjólið í 5 mín.“
Einn meðlimur hópsins bendir á að þetta hafi verið táknrænt hjá Degi að mæta á hjólinu og það má segja að eitthvað sé til í því. Á meðan varaforsetinn mætir með fylgdarlið í bílaröð og lokar heilu götunum þá mætir borgarstjórinn bara á reiðhjólinu eins og ekkert sé eðlilegra.
„Þetta er langt fra þvi að vera sýndarmennska. Þetta er táknrænt. Þeir sem þjást af krónískri óvild í garð borgarstjóra sjá það ekki og skilja heldur ekki neinar skýringar.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker