fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Björn Hákon birtir myndband: Börn í stórhættu við Miklubraut – „Mér fallast hendur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Hákon Sveinsson beinir þeim tilmælum til Vegagarðarinnar og lögreglunnar að bregðast við vegna hættu sem steðjar að börnum og öðrum gangandi vegfarendum við Miklubraut. Björn, sem er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, birti myndband á Twitter-síðu sinni í morgun.

„Á þessari götu ykkar eru börn í stórhættu á hverjum morgni þegar 2-3 ökumenn keyra yfir grænt gönguljós. Eruð þið til í að þruma eins og einu beygjuljósi í hvora átt inn á Miklubrautina áður en það verður stórslys þarna?,“ sagði Björn við myndbandið og merkti Vegagerðina í færslu sinni.

Björn bætti við að þangað til brugðist verður við með ljósum væri vel séð ef lögreglan myndi sekta ökumenn sem virða ekki græna ljósið hjá gangandi vegfarendum. „Ef ekki sé ég mig knúinn til að fara að eggja bíla fólks sem býr til þessa hættu mörgum sinnum á hverjum morgni!“

Vegagerðin svaraði Birni í færslu sinni og sagði að þessi mál væru stöðugt til skoðunar. „Hér mætti setja upp gul viðvörunarljós til ökumanna, síðan eru undirgöng hinumegin og því mætti líka skoða að einfaldlega leggja af gönguleiðina þarna yfir. En horfa þarf til afkastagetu gatnamótanna hér sem annarsstaðar,“ sagði Vegagerðin.

Björn svaraði því til að það væri bara áhættuaukandi.

„Sonur minn þyrfti þá að fara yfir gönguljós á Lönguhlíð þar sem staðan er alveg jafn slæm. Svo þyrfti hann að halda á hjólinu sínu niður og upp tröppur og fara svo aftur yfir Lönguhlíðina hinum megin. Mér fallast hendur,“ segir hann og bætir við: „Við horfðum einmitt upp á ökumann keyra á barn síðasta vetur þar sem hann beygði til hægri af Miklubraut norður, inn Lönguhlíð.“

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, blandaði sér einnig í málið og sagði að þetta væri að gerast út um alla borg. „Sé þetta líka á gatnamótum Miklubrautar og Hofsvallagötu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“