Ingólfur Steinar Ingólfsson sem hnepptur var í varðhald í Kambódíu í júlímánuði fyrir að vera með útrunnið vefabréf og vegna ógreidds hótelreiknings situr enn fastur í sérstöku varðhaldi sem ferðalangar án gilds dvalarleyfis eru hnepptir í áður en þeim er vísað úr landi. Borgaraþjónusta íslenska utanríkisráðuneytisins er með mál Ingólfs á borðinu en hann biðlar til stofnunarinnar um að herða róðurinn og klára sitt mál: „Bjargið mér!“ eru skilaboð Ingólfs til stofnunarinnar en hann segir að mútur séu alls ráðandi í kerfinu í Kambódíu og ætlunin sé að kreista úr honum meiri peninga áður en honum verður sleppt lausum.
„Ég er með peninga fyrir flugi og á líka fyrir sektinni fyrir að vera hérna of lengi. En samt er ég búinn að dúsa hérna í 49 daga,“ segir Ingólfur í viðtali við DV en hann hefur með mútum fengið að nota snjallsíma sinn stundum og fá aðgang að neti.
„Það virðist sem gæinn hjá sænska sendiráðinu sem var að vinna í mínu máli sé í samstarfi við þá sem halda mér hér!“ segir Ingólfur enn fremur.
„Það eru fimm hérna saman í klefa. Hérna er einn frá Kína og þeir vilja 80 þúsund dollara frá honum til að sleppa honum. Hann á yfir sér lífstíðardóm,“ sagði Ingólfur við blaðamann rétt í þann mund sem síminn var tekinn af honum.
Hann vonast til að borgaraþjónustu íslenska utanríkisráðuneytisins setji þrýsting á yfirvöld í Kambódíu og frelsti hann úr varðhaldinu svo hann komist heim til Íslands.
Einkaviðtal DV við Ingólf Steinar sem er í varðhaldi í Kambódíu
Varðhald Ingólfs dregst á langinn og snákur kominn inn í klefann