fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Sindri Sindrason sakaður um peningaþvætti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sindri Sindrason hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Sindri hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann er nú forstjóri tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International en áður var hann hluthafi og stjórnarmaður í Actavis. Auk þessa hefur hann komist á lista yfir tekjuhæstu stjórnendur fyrirtækja.

Samkvæmt ákæru á hendur Sindra er hann sakaður um að hafa brotið lög með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2015 með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur að fjárhæð tæplega 122 milljón krónum frá félögunum Larsen Danish Seafood A/S og Larsen Danish Seafood GmbH. Með framangreindu komst Sindri undan greiðslu tekjuskatt og útsvars að fjárhæð tæplega 56 milljónum, að því er segir í ákæru.

Líkt og fyrr segir hefur Sindri komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var til að mynda forstjóri Pharmaco í um 22 ár. Auk þess sat hann í stjórn Eimskip. Hann var svo stjórnarmaður í félaginu Larsen Danish Seafood, þar sem meint brot áttu sér stað, á árunum 2003 til 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni