fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Sveinn Aron um að spila undir stjórn pabba síns: „Ég hélt að þetta yrðið skrýtið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svein Aron Guðjohnsen, framherji Spezia Calcio á Ítalíu er mættur til landsins tli að taka þátt í verkefni með U21 árs landsliðinu. Liðið hefur leik í undankeppni EM á morgun, gegn Luxemborg. Liðið mætir svo Armeníu á mánudag.

Sveinn er að bíða eftir því að festa sig í sessi í byrjunarliði Spezia en rúmt ár er síðan hann gekk í raðir félagsins. Liðið leikur í næst efstu deild. ,,Staðan á Ítalíu er bara allt í lagi, það er reyndar búið að vera lítill spiltími. Ég er enn þá ungur, það hlýtur að fara að koma,“ sagði Sveinn Aron þegar við ræddum við hann í dag.

Sveinn fór á láni til Ravenna í neðri deildum fyrr á þessu ári og fékk dýrmæta reynslu. ,,Það var mikilvægt að skoða eitthvað nýtt, á Ítalíu. Það var ágætis reynsla fyrir mig, við komumst í umspil. Það er fínt.“

Honum líkar lífið á Ítalíu vel, hann kann vel við lífsstílinn. ,,Mér finnst geggjað að búa þarna, gott veður og ég bý bara í litlum kósý bæ. Það er ekkert endalaust af fólki, ég er mjög glaður.“

Aðspurður um hvernig líf atvinnumannsins er og hvort hann sé byrjaður að læra listina að slaka. ,,Það er öðruvísi líf, það er ekkert erfitt að slaka á,“ sagði Sveinn Aron og glotti.

Hann er spenntur fyrir komandi undankeppni. ,,Mér líst vel á þetta, þetta er erfiður riðil með Ítalíu og Svíþjóð. Þetta getur orðið erfitt, mér finnst við geta unnið alla leiki. Það er mjög mikilvægt að byrja undankeppnina á sex stigum.“

Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvernig er að spila fyrir karlinn? ,,Ég hélt að þetta yrðið skrýtið, þetta er eins og að vera með alla aðra þjálfari. Hann setur ekkert meiri pressu á mig en aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar