fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Íbúar í Kársnesi fengu áróðursbæklinga frá Nýnasistum: „Þetta er nú meira ógeðslega rasistaplaggið“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 4. september 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Kársnesi fengu senda áróðursbæklingar frá nýnasistasamtökunum Norðurvígi í dag. Frá þessu var greint á Facebook-hópnum Kársnesið Okkar.

DV fjallaði um þessi samtök fyrir stuttu. Þar kom fram að samtökin væru mögulega í samstarfi við aðra þjóðernishyggjuhópa á Norðurlöndunum. Einnig kom fram að netauglýsingar samtakanna innihéldu gjarna slagorð gegn fjölmenningu og myndir af Adolf Hitler.

Auglýsingarnar sem Kársnesingar fengu í dag innihéldu texta þar sem talað var um róttæka baráttu í átt að „þjóðernisféagshyggju“.

Þeir sem fengu áróðursbæklinga á Kársnesi í dag virtust ekki parsáttir með það. Sá sem að var fyrstur að spyrja út í miðana í Facebook-hópnum Kársnesið okkar sagði „Fengu fleiri svona sora inn um lúguna hjá sér í dag?“

Fleiri meðlimir hópsins tjáðu sig um miðana í ummælum undir færslunni.

„Þetta er nú meira ógeðslega rasistaplaggið.“

„Já fékk svona sorp líka.“

„Þetta fór beinustu leið í ruslið og reif það í ræmur fyrst.“

„Ógeð! Kom til okkar á Ásbraut. Sonur minn plokkaði svo límmiða af sem þeir höfðu skreytt húsið með!“

„Já og fór beinustu leið í bláu tunnuna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari