fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Erpur gagnrýnir komu Mike Pence til landsins: „Þetta er eins og í fasistaríki í framtíðarskáldsögu“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 4. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn þjóðþekkti Erpur Eyvindarson tjáði sig um stjórnmálaskoðanir sínar í viðtali í Útvarpi Sögu í dag. Umræðuefnin voru fjölbreytt, en það sem var hvað áhugaverðast voru skoðanir hans á komu varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence til Íslands.

Erpur lá ekki á skoðunum sínum og sagði umgjörðina í kringum heimsóknina minna á vísindaskáldskap.

„Þetta er eins og í fasistaríki í framtíðarskáldsögu,“

Erpur sagðist vera ósáttur með að götum væri lokað vegna Pence. Hann gaf í skyn að götulokanirnar væru fasískir tilburðir.

Erpur sagðist þó skilja að svona fundir þyrftu að eiga sér stað til að halda í sambönd á milli þjóða, honum finnst þó að fundirnir mættu vera öðruvísi.

“Hefði Pence viljað hitta mig hefði ég sagt: Ókei en höfum það í bönker uppi í Keflavík,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari