Rapparinn þjóðþekkti Erpur Eyvindarson tjáði sig um stjórnmálaskoðanir sínar í viðtali í Útvarpi Sögu í dag. Umræðuefnin voru fjölbreytt, en það sem var hvað áhugaverðast voru skoðanir hans á komu varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence til Íslands.
Erpur lá ekki á skoðunum sínum og sagði umgjörðina í kringum heimsóknina minna á vísindaskáldskap.
„Þetta er eins og í fasistaríki í framtíðarskáldsögu,“
Erpur sagðist vera ósáttur með að götum væri lokað vegna Pence. Hann gaf í skyn að götulokanirnar væru fasískir tilburðir.
Erpur sagðist þó skilja að svona fundir þyrftu að eiga sér stað til að halda í sambönd á milli þjóða, honum finnst þó að fundirnir mættu vera öðruvísi.
“Hefði Pence viljað hitta mig hefði ég sagt: Ókei en höfum það í bönker uppi í Keflavík,“