Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, er til í að þjálfara argentínska landsliðið á ný.
Maradona var sagður vera að taka við Gimnasia í argentínsku úrvalsdeildinni en segir það vera kjaftæði.
Hann er þó opinn fyrir því að taka við landsliðinu en hann yfirgaf lið Dorados í Mexíkó í júní.
,,Ég vil koma því á hreint að ég hef ekki fengið nein tilboð frá argentínskum liðum eins og þeir segja,“ sagði Maradona.
,,Ég hef ekki verið í sambandi við neitt lið. Mér líður vel og auðvitað væri það heiður fyrir mig að leiða landsliðið.“
,,Mér hefur alltaf líkað við áskoranir og ég sendi faðmlag til allra.“