Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni eru skærustu stjörnur Barcelona ósáttar með stjórn félagsins og hvernig sagan um Neymar endaði í sumar.
Lionel Messi vildi fá Neymar aftur til félagsins og Neymar vildi snúa aftur til Barcelona. Félagið gat hins vegar ekki fjármagnað kaupin.
Félagið reyndi að fá Ousmane Dembele og Ivan Rakitic til að fara til PSG, þeir höfnuðu því báðir.
Sökum þess hafði Barcelona ekki efni á Neymar sem tekur hið minnsta eitt ár til viðbótar með PSG.
Spænskir miðlar segja að Messi, Luis Suarez og Gerard Pique séu allir reiðir út í stjórn félagsins, allir vildu fá Neymar til að hjálpa félaginu í fremstu röð í Evrópu.