fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru ódýrustu einbýlishúsin á Íslandi: 200 fermetrar á 9 milljónir – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið gaman að skoða fasteignaauglýsingar og sjá þær fasteignir sem eru í boði út um allt land. Óhætt er að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru stórar eða litlar eignir og dýrar eða ódýrar.

Við tókum að gamni saman nokkur einbýlishús hér á landi sem eiga það sameiginlegt að vera ódýr – að minnsta kosti í samanburði við önnur einbýlishús. Hafa ber í huga að ekki er tekið tillit til ástands húsanna, en sum þurfa augljóslega á talsverðu viðhaldi að halda. Þau ættu þó að henta laghentum einstaklega vel.

Það hefur verið tiltölulega rólegt á fasteignamarkaðnum hér á landi að undanförnu eftir miklar verðhækkanir fyrir nokkrum misserum. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem Hagfræðideild Landsbankans, vísaði til á dögunum hefur tólf mánaða hækkun á sérbýli verið 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Hefur ákveðin kyrrstaða einkennt markaðinn að undanförnu.


Aðalbraut, Raufarhöfn

Stærð: 174,6 fermetrar
Byggingarár: 1951
Verð: 8,2 milljónir

Í lýsingu fasteignasölunnar Höfðabergs kemur fram að hér sé um að ræða einbýlishús með flottu útsýni. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og tæplega 23 fermetra bílskýr. Lóðin er skráð 990 fermetrar. Þá kemur fram að komið sé að viðhaldi á húsinu að innan og utan og ekki sé vitað um ástand lagna.

Sjá nánar


Strandgata, Eskifirði

Hér er um að ræða 105 ára gamalt steinhús á Eskifirði sem stendur á þúsund fermetra eignarlóð. Af myndum að dæma er ástand hússins þokkalegt, miðað við aldur að minnsta kosti.

Stærð: 95 fermetrar
Byggingarár: 1914
Verð: 8,5 milljónir

Sjá nánar


Aðalbraut, Raufarhöfn

Annað hús við Aðalbraut á Raufarhöfn. Húsið er rétt rúmir 200 fermetrar og kostar aðeins 9,0 milljónir króna. Fimm svefnherbergi eru í húsinu. Í auglýsingu vegna hússins stendur að komið sé að viðhaldi bæði að innan og utan, þakjárni, rennum, niðurföllum, gluggum og gleri. „ „Aðkoman er sæmileg, malarborið bílastæði við húsið. Lóðin er skráð 600fm., gróin garður í kringum húsið og timburverönd með skjóli er við SV-hornið.  Útsýni er gott út á sjóinn,“ segir ennfremur.

Stærð: 200,8 fermetrar
Byggingarár:
1957
Verð:
9,0 milljónir

Sjá nánar


Eyrargata, Suðureyri


Hér er um að ræða 110 ára gamalt einbýlishús á Suðureyri. Um er að ræða hús á einni hæð ásamt risi og kjallara. Eitt svefnherbergi er í húsinu, rúmgóð stofa með parketi á gólfi og eldhús með gamalli innréttingu. Lítið kemur fram um ástand hússins.

Stærð: 75,4 fermetrar
Byggingarár: 1909
Verð: 6,9 milljónir

Sjá nánar


Miðstræti, Suðureyri

Þetta er einbýlishús á einni hæð og er hluti hússins klæddur að utan með bárujárni. Tvö svefnherbergi eru í húsinu og er plastparket á gólfum. Húsið er byggt árið 1920 og verður því hundrað ára á næsta ári.

Stærð: 94,1 fermetri
Byggingarár: 1920
Verð: 9,8 milljónir

Sjá nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“