fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Falsfréttir í New York Times um Ísland – „Enn er verið að draga úr trúverðugleika Íslands“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2019 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í daglegri samantekt bandaríska blaðsins New York Times er gefið í skyn að helsta ástæðan fyrir því að Íslendingum sé mörgum illa við hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli megi finna í „álfatrú“ Íslendinga. Þetta nefnir blaðið í samhengi við komu Mike Pence til Íslands.

„Áætlun Bandaríkjanna um frekari uppbyggingu herstöðvarinnar hefur mætt nokkurri andstöðu meðal þessarar samheldnu þjóð. Það er ekkert nýtt. Árið 1982 greindi New York Times frá því að mótmæli gegn herstöðinni væru byggð á sérkennilegum íslenskum rökum. Almenningur hefði áhyggjur af því að álfar yrðu fyrir ónæði,“ segir meðal annars í samantekt blaðsins.

Forseti Bandaríkjanna kallar New York Times iðulega falsfréttamiðil á Twitter. Ljóst er að þessi fréttaskýring blaðsins afsanni það ekki, enda vita flestir Íslendingar að álfatrú var ekki helsta einkenni Samtaka hernaðarandstæðinga.

Íslendingur nokkur bendir á þetta á Twitter og skrifar: „Enn er verið að draga úr trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi með því að benda á að andstaða við uppbyggingu Bandaríkjahers hér á landi byggist fyrst og fremst á „álfatrú“ landsmanna. Þið verðið að gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari