fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Gísli er margra barna faðir: „Hættum að búa til aumingja, leyfum börnunum að takast á við lífið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2019 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Börn verða ekki fullorðin nema að fá að takast á við lífið, gera mistök og greiða úr þeim, standa á eigin fótum,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri og margra barna faðir, í áhugaverðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Grein Gísla ber yfirskriftina „Snjóruðningsforeldrar“ en í henni veltir hann fyrir sér hvort uppeldisaðferðir hafi breyst til hins verra á undanförnum árum og áratugum.

Gísli byrjar grein sína á að vísa í grein sem hann las í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári.

„Greinin fjallaði sem sagt um það að foreldrar nú til dags ali upp börnin sín á þann hátt að þau lendi aldrei í mótbyr. Passa upp á að ekkert alvarlegt komi fyrir þau og ef það skyldi gerast þá leysa foreldrarnir úr málum barnanna, ekki börnin sjálf.“

Gísli segir að þetta gangi svo langt að til dæmis í Bandaríkjunum hafi foreldrar samskipti við framhaldsskóla eða háskóla barnanna vegna inntökuprófa. Þeir kæri jafnvel prófniðurstöður séu þær börnunum ekki þóknanlegar – og það þó börnin séu komin á þrítugsaldur.

„Þessu trúi ég alveg. Og ég hef eflaust gert eitthvað slíkt í þágu minna barna, þó ekki jafn svakalega klikkað og framangreint. En með þessu er verið að búa til aumingja. Ungt fólk sem þarf aldrei að taka ábyrgð á sér og sínu lífi. Ekki horfast í augu við afleiðingar þess að hafa til dæmis ekki lært nógu vel fyrir eitthvert mikilvægt próf og fengið „bara 8“ en ekki 9 í einkunn.“

Það er skoðun Gísla – og vafalítið margra annarra – að börn verði ekki fullorðin nema þau fái að takast á við lífið, gera mistök og standa á eigin fótum. Gísli segist telja að því miður hafi þetta aðeins aukist á undanförnum áratugum.

„Hef það á tilfinningunni. En kannski kemur þessi umræða alltaf upp öðru hvoru, með áratuga millibili, og það eru svona miðaldra kallar eins og ég sem finnst heimur versnandi fara. Vonandi. Við sem erum foreldrar höfum eflaust rutt smá snjó úr vegi barna okkar og svo sem í lagi á meðan þau hafa ekki þroska, vit og getu til að takast á við hluti sem koma upp á í lífinu. En hættum að búa til aumingja, leyfum börnunum að takast á við lífið, verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar. Annars verður enginn með viti til að taka við af okkur þegar við setjumst í helgan stein.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“