Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, mun ekki spila með belgíska landsliðinu í undankeppni EM.
Hazard er að glíma við smávægileg meiðsli en hann var þó valinn í hópinn og mætti á æfingu í dag.
Eftir skoðanir þá var tekin ákvörðun um að Hazard væri ekki leikfær og mun ferðast aftur heim til Spánar.
Bíllinn sem Hazard keyrði á æfinguna í dag vekur athygli en hann er lítið fyrir það að sýna hversu vel efnaður hann er.
Hazard mætti á lítilli Peugeot bifreið á æfingasvæðið en eins og flestir vita þá hefur Belginn þénað gríðarlega háar upphæðir á ferlinum.
Gaman að sjá en myndir af þessu má sjá hér.