fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Banaslys í Eyjafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. september 2019 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag um klukkan 14:00 var tilkynnt um slys úti á Eyjafirði, á móts við Hjalteyri og komu upplýsingar um að verið væri að flytja slasaðan einstakling í land eftir köfunarslys. Lögregla og slökkvilið voru strax boðuð út og einnig björgunarsveitir. Varðskipið Týr var einnig skammt frá er slysið varð og fór það einnig til aðstoðar.

Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann var síðan úrskurðaður látinn.

Lögregla, björgunarsveitir og landhelgisgæslan eru ennþá við vinnu á vettvangi og úti á Eyjafirði. Sú vinna er meðal annars endurheimt á búnaði sem maðurinn var með. Áfallateymi Rauða Krossins var kallað út til aðstoðar fyrir samferðafólk mannsins.

Ekki eru veittar frekari upplýsingar að svo stöddu en rannsókn málsins er á frumstigi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið