Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins er efstur á óskalista Bandaríkjanna til að taka við liðinu.
Kvennalandsliðið Bandaríkjanna er það besta í heimi, Neville hefur vakið lukku hjá Englandi.
Jill Ellis þjálfari Bandaríkjanna vill ekki stýra liðinu lengur og er Neville efstur á lista.
Ekki er víst að Englendingar taki vel í það en Neville er með samning til ársins 2021.
Englendingar vilja framlengja samning Neville en hann kom liðinu í undanúrslit á HM í sumar.