fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Ferill hins magnaða Atla Eðvaldssonar: Sigraði Þýskaland og kom titlinum aftur í Vesturbæ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er látinn en hann hafði undanfarin ár barist við krabbamein. Atli féll frá í gær eftir harða baráttu.

Atli lést 62 ára að aldri en hann var lengi fyrirliði landsliðsins og var frábær knattspyrnumaður. Það er við hæfi að rifja aðeins upp feril Atla sem lék 70 landsleiki fyrir Ísland og var einnig atvinnumaður erlendis.

Atli hóf meistaraflokks feril sinn að alvöru með Val hér heima og lék þar í sex ár. Atli lék 93 deildarleiki fyrir Val og skoraði í þeim 31 mark. Þýska stórliðið Borussia Dortmund sýndi Atla þá áhuga og tók hann skrefið til Þýskalands.

Atli lék 30 leiki fyrir Dortmund í efstu deild og skoraði í þeim 11 mörk. Atli var svo farinn til Fortuna Dusseldorf ári seinna.

Þar lék Atli flesta leikina á ferlinum en hann spilaði 122 leiki fyrir Dusseldorf og skoraði í þeim 38 mörk.

Árið 1983 þá varð Atli fyrsti Íslendingurinn til að skora fimm mörk í þýsku Bundesligunni en hann skoraði fimm mörk í sigri Dusseldorf á Eintracht Frankfurt.

Eftir fjögur ár hjá Dusseldorf skrifaði Atli undir hjá KFC Uerdingen og lék þar í þrjú ár áður en hann samdi við smálið TuRU Dusseldorf.

Atli endaði svo atvinnumannaferilinn hjá Genclerbirligi í Tyrklandi og hélt heim til KR er hann var 33 ára gamall. Atli spilaði með KR í þrjú ár og endaði knattspyrnuferilinn hjá HK árið 1993 áður en hann gerðist þjálfari.

Atli þjálfaði mörg félagslið á sínum ferli og má nefna ÍBV, Fylki, KR og Val en er þekktastur fyrir tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann varð Íslandsmeistari sem þjálfari KR árið 1999, fyrsti sigur KR á Íslandsmótinu í 31 ár.

Atli þjálfaði íslenska landsliðið með fínum árangri frá 1999 til 2003 eftir að hafa sjálfur spilað 70 leiki fyrir þjóðina frá 1976 til 1991.

Árið 2016 fékk Atli þær fréttir að hann væri með krabbamein og var tjáð að hann ætti mjög stutt eftir.

Atli opnaði sig í ítarlegu viðtali við RÚV og hafði þetta að segja:

,,Það er ekki kominn tími á að tala um þetta. Ég hef verið í tvö ár í þessu, mér voru gefnar einhverjar vikur fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Atli.

,,Sem dæmi þá hef ég fengið fjögur þjálfaratilboð erlendis, tveir klúbbar í Færeyjum og tveir í Svíþjóð. Ég get ekki tekið við þeim því ég veit ekki hvert ástandið mitt verður.“

Atla verður minnst sem hetju en hann stóð sig frábærlega bæði innan vallar sem og utan. Um er að ræða eitt stærsta nafn í sögu íslenskrar knattspyrnu og einn sigursælasta atvinnumann sem við höfum nokkurn tímann átt.

Við sendum samúðarkveðju á fjölskyldu og vini Atla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga