fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fjöldi fólks á Austurvelli: „Kæra Freyja mín, á ég skilið að eiga þig að?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2019 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur fjöldi fólks er kominn saman í góða veðrinu á Austurvelli, en eins og kunnugt er var þriðji orkupakkinn samþykktur í atkvæðagreiðslu á Alþingi í morgun.

Þetta var niðurstaða sem búist var við, en á endanum greiddu 46 þingmenn með þriðja orkupakkanum en þrettán þingmenn greiddu atkvæði gegn honum.

Að minnsta kosti 100 manna hópur hafði komið sér fyrir á Austurvelli í hádeginu og mátti meðal annars sjá mótmælaspjöld. Þá voru nokkrir mættir með íslenska fánann. Þá var spiluð tónlist en í meðfylgjandi myndbandi má heyra lagið Freyja sem Magnús Þór Sigmundsson og Fjallabræður flytja.

Í texta lagsins segir meðal annars:

„Kæra Freyja mín
á ég skilið að eiga þig að
eftir að hafa þér
afneitað?

Ég seldi þig
fiskinn í sjónum og fjöreggin mín
grundirnar, fjöllin og vötnin þín
fyrir hvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld