fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan í „ruslflokki“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2017 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Stjórnarþingmaðurinn Brynjar Níelsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hann viðurkennir að skiptar skoðanir séu á ágæti ríkisstjórnarinnar og meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisn og Bjartrar framtíðar en að flestir séu sammála um eitt, „að stjórnarandstaðan sé í ruslflokki“ þessa dagana.

Þetta kemur fram í pistli á Facebook síðu Brynjars en að hans mati er lítil samstaða meðal stjórnarandstöðuflokkanna, Pírata, Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingar. Þeir hafi lítið að segja, nema að það sem flokksmenn telji líklegt til vinsælda á samfélagsmiðlum líkt og þeim sem Brynjar tjáir sig á.

Brynjar tekur þó einn stjórnarandstöðuflokk út fyrir sviga að einhverju leyti og er það Framsókn, þar á bæ hafi menn og konur sýnd „einhverja pólitíska takta.“ Stöðugt umfjöllun um ágreining innan meirihlutans skjóti skökku við þar sem „hann er smámál miðað við öll þessi ósköp.“

Ekki eru allir sammála þessari greiningu Brynjars. Einn sem athugasemd gerir segist við flest sáttur nema litlar aðgerðir í einkavæðingarátt sem þingmaðurinn viðurkennir að sé gagnrýnisvert. Annar spyr hvort Brynjar sé staddur á Tunglinu en hann svarar um hæl, „Nei, er þó á landinu góða. Það er meira en þú getur sagt“.

Í einni athugasemd er rætt um lítið traust Íslendinga til Alþingis og segir Brynjar það áhyggjuefni.

Veit að traust á þinginu er lítið og hef áhyggjur af því. En kannski er hegðun okkar í þingstörfum stór hluti af þessu vantrausti. Mér sýnist stjórnarandstaðan slá okkur hin út í þeim efnum,

veltir Brynjar fyrir sér um hugsanlegar ástæður þessa litla trausts.

Er bara að lýsa skoðun minni um að stjórnarandstaðan sé slök og ósamstæð og hafi lítið til málanna að leggja. Ekki ósvipað og stjórnarandstaðan segir um okkur hin nema að hún notað miklu sterkari orð um okkur, eins og við erum spillt og óheiðarleg. Slík orð nota ég ekki í minni gagnrýni,

skrifar Brynjar við ummæli eins sem skrifar um heilræði frá ömmu sinni um að betra sé að þegja en að segja eitthvað ómálefnalegt.

Páll Valur Björnsson fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði sig úr flokknum fyrir nokkru leggur orð í belg og segir:

Það er ekki skrýtið að mórallinn sé góður á stjórnarheimilinu þar sem fólk er kyngjandi ælum daginn út og inn.

„Það er nú ekki daginn út og inn, Páll minn. En það kemst enginn gegnum lífið nema kyngja ælunni öðru hvoru þegar maður er í liði,“ svarar Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“