Einstaklingur keyrði yfir grindverk, og þaðan í átt að strætóskýlinu Teigar á Kringlumýrarbraut um sex leitið í dag. Þetta hefur DV eftir heimildarmanni sínum.
Þrjú lögregluhjól og tveir sjúkrabílar mættu á vettvang, en ástæða slyssins er óljós.
Heimildarmaður DV segir að það hafi verið ótrúlegt að ekki hafi farið verr, en um stuttan tíma hefur bíllinn keyrt á ská yfir Kringlumýrarbraut, þar sem árekstur hefði alveg getað átt sér stað. Heimildarmaðurinn segir bílinn líklega hafa verið bílaleigubíl og hann telur að enginn hafi slasast alvarlega.
Hér að neðan má sjá myndir af vettvangi.