Það var mikið hlegið af goðsögninni Ashley Cole á dögunum er dregið var í riðla í Evrópudeildinni.
Cole ættu allir að kannast við en hann gerði garðinn frægan með Arsenal og síðar Chelsea.
Cole var fenginn til að bera fram nöfn liðanna í Evrópudeildinni og er það stundum ansi erfitt verkefni.
Hann var í miklum vandræðum með nöfn Rennes, Espanyol og Istanbul Basaksehir.
Cole kallaði Espanyol „Espana“ sem þótti ansi fyndið og var þá í erfiðleikum með önnur lið.
Þetta má sjá hér.
Ashley Cole was struggling to pronounce a few team names during the UEL draw today ?pic.twitter.com/IOXvNLXyEN
— ODDSbible (@ODDSbible) 30 August 2019