Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, hefur svarað Gary Neville sem gagnrýndi hann fyrr í sumar.
Neville gagnrýndi Lukaku harkalega og sagði hann vera í hrikalega slæmu formi áður en hann yfirgaf Manchester United.
Neville talaði einnig illa um Lukaku sem atvinnumann en Belginn tekur þau ummæli ekki í mál.
,,Ekki efast um mína fagmennsku. Ég lifi fyrir þennan leik. Ég er alltaf heima hjá mér og reyni allt til að bæta mig,“ sagði Lukaku.
,,Neville getur talað um formið mitt en hann má ekki efast um hitt, að ég leggi mig ekki nógu mikið fram.“
,,Það er eitthvað sem hann má ekki segja. Allir mínir stjórar hafa sagt það sama um mig.“