Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er sagður vera brjálaður út í stjórn og forseta félagsins.
Real gerði vel á félagaskiptamarkaðnum í sumar en félagið fékk Eden Hazard frá Chelsea og nokkra unga og efnilega leikmenn.
Zidane vildi þó mest fá Paul Pogba frá Manchester United en þau skipti hafa ekki gengið í gegn.
Zidane er mikill aðdáandi Pogba sem var sjálfur opinn fyrir því að semja við spænska stórliðið.
Zidane trúir því að stjórnin hafi aldrei reynt almennilega að krækja í leikmanninn og er því öskuillur.
Hann telur að landi sinn hafi verið fáanlegur ef félagið hefði reynt að alvöru að tryggja hans þjónustu.