fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Segist hafa verið hent út á götu af íslenskum leigusala – „Þetta var hræðilegt“

Auður Ösp
Sunnudaginn 1. september 2019 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ítalski Luudovico Destifano segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við íslenskan leigusala. Segist hann hafa endað á götunni þann 14. ágúst síðastliðinn eftir að búið var að henda öllum hans eigum út úr íbúðinni, þrátt fyrir að hann sé með skriflegan leigusamning. Segir hann leigusalann eiga við alvarleg, geðræn vandamál að stríða.

Fór fram á skriflegan samning

Í samtali við DV segist Luudovico hafa komið til Íslands vegna mögulegs atvinnutækifæris en hann er með háskólagráðu í viðskiptafræði frá Bretlandi. „Ég vil vera á Íslandi vegna þess að hef trú á markaðnum og fólkinu sem býr hérna.“

Luudovico segist hafa verið búinn að kanna leigumarkaðinn á Íslandi áður en hann kom hingað til lands og meðal annars hafi hann skoðað auglýsingar á Facebook-hópnum Leiga.

Þar hafi hann séð auglýsingu frá íslenskri konu. Um var að ræða herbergi í íbúð konunnar í þríbýlishúsi miðsvæðis í höfuðborginni. „Ég hitti hana og við gerðum samning um að ég myndi leigja herbergið í einn mánuð.“

Hann segir konuna hafa farið fram á hann myndi greiða alla leiguna fyrirfram og í reiðufé, en þau hafi sammælst um að sleppa greiðslu á tryggingu.

„Hún vildi ekki hleypa mér inn í íbúðina fyrr en hún sæi peningana,“ segir Luudovico og bætir við að hann hafi þurft að þrýsta á konuna um að útbúa skriflegan samning. Það hafi hún að lokum gert og þau síðan undirritað. Samkvæmt þeim samningi var leigutímabilið 1. ágúst til 31. ágúst.

Hringdi á lögreglu

Hann segir að fljótlega hafi hann orðið var við furðulega hegðun hjá leigusalanum. Hún hafi til að mynda meinað honum að borða eftir klukkan 10 á kvöldin og í eitt skipti hafi hún reiðst þegar hann hugðist taka fötin sín úr þurrkaranum, sem staðsettur er í kjallara hússins. „Þá snarreiddist hún og öskraði á mig að ég gæti ekki bara gert það sem ég vildi, það væri hún sem réði og ég þyrfti að hlýða hennar reglum.“

Luudovico nefnir að í eitt skipti hafi konan hringt á lögregluna af engri augljósri ástæðu. „Lögreglan spurði mig hvort ég væri með skriflegan samning og sýndi þeim hann. Mér skilst að þessi kona sé þekkt fyrir þessa hegðun og að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þeir hafa afskipti af henni. Einn lögreglumaðurinn tók mig til hliðar og ráðlagði mér vingjarnlega að finna mér annan stað til vera á. Ég sagði honum að það væri ekki svo auðvelt, enda veit ég að leigumarkaðurinn er erfiður hérna á Íslandi.“

Hann segir lögreglumennina hafa verið yfirvegaða og kurteisa og lagt sig fram við leysa málið. Konan, leigusalinn, hafi hins vegar reynst ósamvinnuþýð í alla staði. Þá segir hann konuna hafa neitað að tala meira við lögregluna og lokað á þá dyrunum.

Endaði á götunni

Luudovico segist hafa farið út fyrri part dagsins 14. ágúst til að sinna íslenskunámi á bókasafni. Þegar hann kom til baka hafi konan verið búinn að henda fötunum hans og öllum eigum út á götu, þar sem þau lágu á víð og dreif. Þá hafi hún verið búin að skipta um lás á útidyrahurðinni.

„Ég hringdi þá aftur á lögregluna, en það var ekkert sem lögreglan gat gert. Þetta er hennar íbúð og hún ræður hvað hún gerir. Ég var á götunni í fimm klukkutíma, einn með allar mínar eigur, skjálfandi. Þetta var hræðilegt. Ég endaði úti á götu, þrátt fyrir að vera með undirritaðan leigusamning og þrátt fyrir að vera búinn að greiða heilan mánuð í leigu!“

Luudovico segist hafa verið í sambandi við syni og dóttur konunnar eftir þetta og öll hafi þau verið „eyðilögð“ vegna framkomu hennar. „Yngri sonurinn bauðst meira að segja til að fara í bankann og taka pening út af eigin reikningi til að borga mér leiguna til baka, þrátt fyrir að hann væri sjálfur að fara að gifta sig eftir nokkra klukkutíma,“ segir Luudovico og bætir við að hann hafi afþakkað boðið og frekar viljað leysa málið með öðrum hætti.

Luudovico segir að loks hafi honum tekist að útvega sér annað herbergi til leigu og hafi núverandi leigusali sýnt honum mikinn skilning. Hann segist vera búinn að leita réttar síns í málinu og að nágrannar konunnar geti vitnað um að hann sé ekki fyrsti leigjandinn sem fer illa út úr samskiptum sínum við hana.

„Ég er búinn að tala við þrjá lögfræðinga og þetta er komið í ferli. Það eru vitni og lögregluskýrslur til staðar. Þetta er skýrt brot á mínum réttindum. Ég veit að ég hef fullan rétt til að vera í íbúðinni til 31. ágúst. Ég vil vara aðra leigjendur við henni. Ég veit að ég er ekki sá fyrsti, þó svo að ég sé sá fyrsti sem leitar réttar síns. Þessi manneskja þarf hjálp. Mér skilst að þetta sé ekki einsdæmi hérna á Íslandi, og að þetta sé mikið stundað á leigumarkaðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt