Sjö einstaklingar létu lífið þegar þeir voru að horfa á knattspyrnuleik í Marokkó í vikunni. Ástæðan var flóð sem braut sér leið inn á völlinn.
Flóðið fór yfir allan völlinn en þar fór fram leikur í utandeildinni í Marokkó.
Leikurinn fór fram í borginni Tizert. Talsverð rigning hafði verið á svæðinu og á við hlið vallarins fylltist hratt.
Flóðið fór að stúku vallarins og fólk reyndi að hoppa ofan á byggingu vallarins. Hluti af henni féll til jarðar og sjö einstaklingar féllu í ánna, og létust. Einn af þeim var 17 ára strákur.
Yfirvöld í landinu rannsaka hvernig þetta gat gerst en málið hefur vakið óhug.