Romelu Lukaku framherji Inter, hefur misst þrjú kíló frá því að hann gekk í raðir félagsins.
Antonio Conte, þjálfari Inter hefur skipað Lukaku að létta sig. Hann var 104 kíló þegar hann kom frá Manchester United.
Conte og Inter lét Lukaku fá matarplan sem hann á að fara eftir, til að létta sig.
Lukaku skoraði í fyrsta leik sínum með Inter en hann var í tvö ár hjá Manchester United, hann er hins vegar oft gagnrýndur fyrir að vera of feitur.
Lukaku er öflugur framherji en Inter var lengi að ná saman við Manchester United.