fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Missir húsið eftir vandræði í vinnunni: ,,Hvernig segi ég stelpunum mínum þetta?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að sparka liði Bury Town úr ensku D-deildinni vegna fjárhagsvandræða.

Þetta var staðfest í gær en Bury gat ekki sannað það að félagið væri með fjármagnið til að endast leiktíðina á Englandi.

Nú eru leikmenn liðsins í vandræðum og þá sérstaklega miðjumaðurinn Stephen Dawson sem er 33 ára gamall.

Dawson er miður sín eftir þessar fréttir en hann þarf nú að selja húsið sitt sem hann hefur búið í heillengi.

,,Ég er búinn að ræða við bankann í morgun því þetta voru endalokin,“ sagði Dawson.

,,Það er ekkert flókið við þetta, þetta er búið fyrir mig. Ég hef spilað allan minn feril og sett allt í þetta hús fyrir börnin mín.“

,,Ég á enga rándýra bíla eða rándýr föt, ég var aldrei í stöðu til að þéna þúsundir punda sem þessir góðu leikmenn gera.“

,,Ég gerði þetta fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég elskaði að spila en ég er niðurbrotinn. Hvernig segi ég við litlu stelpurnar mínar að þær þurfi að yfirgefa húsið þar sem þær ólust upp?“

,,Ég er í vandræðum með að sætta mig við allt sem er í gangi ef ég á að vera hreinskilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi