Jordi Cruyff, fyrrum leikmaður Manchester United, telur sig hafa farið til félagsins einu ári of snemma.
Cruyff er sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff en hann kom til United frá Barcelona árið 1996.
Það gekk ekki vel hjá Cruyff í Manchester en meiðsli settu einnig strik í reikninginn þessi þrjú tímabil.
,,Þegar þú tekur skref til félags eins og Manchester United þá þarftu að vera nógu þroskaður og ég fór örugglega einu ári of snemma,“ sagði Cruyff.
,,Þú verður að aðlagast. Þetta var allt öðruvísi, við borðuðum mat klukkan fimm eða sex – ég hafði aldrei séð það.“
,,Ég var örugglega sá yngsti í þorpinu þar sem ég bjó og þetta var erfitt. Nú var þetta ný borg, nýtt andrúmsloft og borgin er lifandi.“