fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Carragher hraunar yfir umboðsmanninn sem er í deilum við Liverpool: Skjólstæðingur hans mætir ekki í vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 14:30

Jamie Carrager og Gary Neville / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Duncan leikmaður Liverpool, hefur ekki yfirgefið heimili sitt í fjóra daga og neitar að mæta á æfingar hjá félaginu. Hann segir félagið leggja sig í einelti. Þessi 18 ára leikmaður vill fara frá Liverpool en félagið hefur hafnað öllum tilboðum. Bobby er frændi Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool.

Fiorentina á Ítalíu vill fá Bobby, ítalska félagið vill taka hann á láni en kaupa hann eftir fimm leiki í byrjunarliðinu. Því hafnar Liverpool. Saif Rubie, umboðsmaður Duncan er ósáttur en skjólstæðingur hans er að glíma við kvíða og þunglyndi. Vegna meðferðar Liverpool. ,,Við áttum fund með Liverpool á síðustu leiktíð, þar var okkur boðið að finna félag fyrir hann. Þeir vissu að Bobby var ekki ánægður hjá felaginu,“ sagði Rubie.

Andlega heilsa í molum: Leikmaður Liverpool ekki mætt til vinnu í fjóra daga

Jamie Carragher er afar óhress með framkomu umboðsmannins og hjólar í hann á Twitter. ,,Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans, hann er ungur og á þessum aldri viljum við allt strax,“ skrifar Carragher á Twitter.

,,Spilaði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu, sem er frábær byrjun. Hann ætti að reyna að bæta sig og komast á bekkinn í deildarbikarnum. Þú ættir að ráðleggja honum það, trúður,“ skrifar Carragher og er reiður.

Rubie svarar honum fullum hálsi og minnist á hegðun Carragher síðasta vetur. ,,Vilt þú einnig ráðleggja fólki hvernig á að hrækja á fólk úr bíl? Þú ert sá síðasti til að vita hvað er í gangi bak við tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég að mínu,“ svarar umboðsmaður Duncan.

Carragher viðurkennir að hrákan hafi verið mistök. ,,Ég gerði mistök og baðst afsökunar, ég kom mér sjálfum í vandræði frekar en einhverjum öðrum. Þú gerðir stór mistök og ert að skemma orðspor þitt, og ungs leikmanns. Að henda nafni Steven Gerrard inn er líka skammarlegt,“ sagði Carragher en Duncan er frændi Steven Gerrard.

Stríð þeirra heldur áfram á Twitter og Rubie hjólar í Michael Edward stjórnarformann Liverpool. ,,Ekkert vandamál, þú getur ekki haft rangt fyrir þér og verið sterkur. Þegar sannleikurinn um það hvernig Edward hefur komið fram við Bobby kemur út, þá munt þú hugsa öðruvísi um hann. Ég lofa því, ekki eitt orð í yfirlýsingu minni er ekki sannleikurinn.“

Carragher er heitt í hamsi. ,,Vandamálið er þarna og það ert þú, þú ert að ráðast á næst valdamesta mann félagsins fyrir utan Klopp. Klikkun, félagið mun aldrei gera samninga við þig aftur.“

Rubie gefst ekki upp og svaraði Carragher. ,,Þú ert að tala um sérfræðinginn Edwards? Sá sem vissi ekki að Kevin Prince Boateng væri miðjumaður en ekki framherji. Segir allt um hvað hann veit mikið, honum er líka alveg sama um andlega heilsu ungra leikmanna.“

Carragher ráðleggur Duncan að reka umboðsmann sinn. ,,Ég held að Duncan ætti að yfirgefa þennan mann, áður en félagið rekur hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi