fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Rooney svarar The Sun og ásökunum um framhjáhald: „Þetta skaðar fjölskyldu mína“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,The Sun var í þessari viku með frétt á forsíðu sinni, sem lét líta út fyrir að ég hefði tekið stelpu á hótelið mitt. Þeir vita að það er eki satt og að ég gerði það ekki. Þeir nota nafn mitt og fjölskyldu minnar til að selja blöð,“ skrifar Wayne Rooney, framherja DC United í yfirlýsingu sinni í dag.

The Sun fjallaði um það á mánudag að Rooney hefði farið út á lífið í Vancouver í Kanada, þar hafi hann spjallað við margar konur. Hann hafi svo tekið eina af þeim með sér í lyftuna á hóteli sínu.

,,Það gerðist ekkert hjá mér og neinni stelpu, þetta kvöld í Vancouver. Ég fór ekki einn í lyftu með stelpunni sem var mynduð á hótelinu. Stelpan á næturklúbbnum var ein af mörgum sem bað um mynd og áritun.“

Hann segir að myndirnar sem The Sun birti hafa verið teknar úr samhengi og breytt.

,,Myndirnar sem The Sun birti voru teknar af áhugaljósmyndara sem var langt í burtu, við vissum ekki af honum. Myndirnar sem voru seldar The Sun voru sérvaldar og búið að vinna þær, þetta er ósönn saga.“

,,Öll sagan var til að koma höggi á mig, þetta skaðar mig og fjölskyldu mína. Ég læt ekki vaða svona yfir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Í gær

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið