fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Þessir fimm koma til greina sem leikmaður ársins í Pepsi Max-deildinni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaspretturinn í Pepsi Max-deild karla er að fara af stað, aðeins fjórar umferðir eru eftir. ÍBV er fallið úr deildinni og KR er með aðra hönd á titlinum.

KR hefur sjö stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir, liðið mætir hins vegar FH, Val og Breiðablik í síðustu þremur leikjunum. Það gætu því óvæntir hlutir gerst.

Senn fer að líða að því að leikmaður ársins í deildinni verði valinn, við ákváðum því að skoða hvaða leikmenn eiga möguleika á þeim verðlaunum.


Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Óvæntasti leikmaður ársins og líklega mikilvægasti leikmaður KR, eftir að hann meiddist lítilega hefur KR vélin hikstað. Arnþór batt saman varnarleik liðsins með öflugri frammistöðu á miðjunni.

Kristinn Jónsson (KR)
Er að eiga sitt besta tímabil í mörg ár, var lengi vel besti bakvörður deildarinnar en virtist vera á niðurleið. Hefur náð vopnum sínum á ný og gæti unnið verðlaunin.

Óskar Örn Hauksson (KR)
Lætur sóknarleik KR ganga, mikið mun betri en á síðustu leiktíð og er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Ellefu mörk fyrir Blika og hefur staðið fyrir sínu, refur í teignum. Hefur skarað fram úr í Blika liðinu.

Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Það er með ólíkndum að Hilmar hafi ekki fengið tækifæri í atvinnumennsku, enn eitt árið er hann einn sá besti í Pepsi Max-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Í gær

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar