Tom Bradshaw, leikmaður Milwall og Wales er að leita að bílnum sínum sem var stolið í gærkvöldi.
Bradshaw auglýsir eftir svörtum Range Rover bíl sínum sem stolið var í London í gær, í Dartford hverfinu.
,,Bílnum var stolið í gærkvöldi á Dartford svæðinu, ef einhver sér þennan bíl. Hafðu samband eða hringdu í lögregluna,“ skrifar Bradshaw á Twitter.
Jón Daði Böðvarsson, er liðsfélagi Bradshaw og endurbirti færslu hans á Twitter.
Jón Daði gekk í raðir Milwall í sumar og skoraði sín fyrstu mörk fyrir félagið í gær gegn Oxford í enska deildarbikarnum, þar tapaði Milwall í vítakeppni en Jón Daði klikkaði þar.
My car was stolen last night in the Dartford area. If anybody sees this car can you please get in contact or call the police. Thank you. pic.twitter.com/M9rEYsyuw2
— Tom Bradshaw (@tombradshaw92) August 28, 2019