fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Ljónið öskrar ennþá og er til í slaginn – Er hann klár á þessum aldri?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 12:00

Zlatan og Raiola á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, er opinn fyrir því að semja við sitt fyrrum félag, Manchester United.

Zlatan er 37 ára gamall í dag en hann er enn að skora á fullu og telur sig nógu góðan fyrir ensku úrvalsdeildina.

,,Ljónið öskrar ennþá. Ég gæti auðveldlega spilað í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Zlatan.

,,Ef Manchester United þarf á mér að halda þá er ég hérna. Ég er hjá Galaxy núna og einbeiti mér að því.“

,,Ég sinnti mínu starfi í Evrópu og naut þess. Ég er með 33 titla sem ég tók með mér og svonandi get ég unnið eitthvað hér og svo sjáum við hvar ég enda.“

Zlatan hefur ekki gefið í skyn að hann sé nálægt því að hætta og því aldrei að vita hvort hann reyni fyrir sér í Evrópu á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni