Jón Daði Böðvarsson var frábær fyrir lið Millwall í kvöld sem lék við Oxford í enska deildarbikarnum.
Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði bæði mörk Millwall í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Íslenski landsliðsmaðurinn kom til Millwall í sumar en hann lék áður með Reading.
Hann hefur verið á varamannabekknum í Championship-deildinni en var að skora sitt þriðja mark í bikarkeppni.
Því miður þá dugðu mörkin ekki til en Oxford kom til baka og jafnaði leikinn í 2-2 undir lokin. Það var því farið í vítakeppni og þar vann Oxford 4-2 en Jón klikkaði á sinni spyrnu.
Tvö úrvalsdeildarfélög eru þá úr leik en Crystal Palace og Norwich töpuðu sínum viðureignum.
Palace tapaði 5-4 gegn Colchester í vítakeppni og Norwich lá mjög óvænt 1-0 gegn smáliði Crawley.