fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Mikael gagnrýnir Arnar: Veit ekki hvað strákurinn heitir – ,,Talar um eins og hann sé að finna upp fótboltann fyrir Íslendinga“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, vakti athygli í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Þar ræddi Arnar leikmanninn unga Þórð Gunnar Hafþórsson sem er á mála hjá Vestra á Ísafirði.

Arnar sagði að Þórður ætti í hættu á að staðna hjá Vestra og að hann þyrfti að taka næsta skref á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur.

Samúel Samúelsson, stjórnarformaður Vestra, sendi Arnari pillu í kjölfarið og gagnrýndi þessi ummæli harðlega.

Arnar var umræðuefni í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem flestir aðdáendur ættu að kannast við.

Einn af sérfræðingum þáttarins, Mikael Nikulásson, hafði athyglisverða hluti að segja um þessi ummæli Arnars.

,,Í fyrsta lagi á Arnar Viðarsson að vita hvað strákurinn í Vestra heitir, það er virðingarleysi að tala bara um strákinn í Vestra,“ sagði Mikael.

,,Hann er yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari U21 landsliðsins, þetta er gæi sem er að velja í ekki nema 20 manna hóp hjá 19 ára landsliðinu, þetta er ekki einhver 70 manna hópur, ég byrja á því.“

,,Ekki tala tala um leikmanninn í Vestra sem hann veit greinilega ekki hvað heitir.“

,,Ef ég væri í stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þá myndi ég vita hvað hann heitir, ég get alveg lofað ykkur því. Þetta er fáránlegt.“

,,Ég skil Samma kónginn á Ísafirði að vera pirraður yfir þessu og ég held að Arnar hafi komið með smá látum þarna inn en mér finnst svolítið eins og hann sé að tala eins og hann sé að finna upp fótboltann fyrir Íslendinga.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni