Wanderson Cristaldo Farias, leikmaður Ludogorets ætlaði heldur betur að fagna með stæl í Búlgaríu um helgina.
Hann hélt að hann hafði skorað fyrsta mark leiksins þegar liðið mætti Slavia Sofia.
Wanderson stökk upp í stúku til að skella sér í sleik við kærustu sína, hann ætlaði sko að muna eftir þessu marki.
Hann var hins vegar rétt mættur upp í stúku þegar marki var dæmt af vegna rangstöðu, ekkert mark en góður sleikur.
Fagnið má sjá hér að neðan.
One of this weekend's funniest moments in Bulgarian football: ? Wanderson scoring for Ludogorets against Slavia, then celebrating by kissing his wife in the stands, without realising his goal has been ruled for offside. To top it all off, there was NO offside ? pic.twitter.com/EtXjsJGpte
— mshumanov (@shumansko) August 26, 2019