Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur látið mikið á sér bera að undanförnu þar sem hún beitir sér fyrir því að lækka hámarkshraða í Laugardalnum. Katrín er tölvunar- og hugbúnaðarfræðingur að mennt en einnig fyrrverandi landsliðskona í badminton. Þá var hún þekkt hér á árum áður sem bloggarinn katrin.is. Föðurbróðir Katrínar er Sveinn Arason, sem gegndi embætti ríkisendurskoðanda frá 2008 til 2018. Sveinn var árið 2012 spurður hvort fjölskyldutengsl hefðu orsakað það að úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsupplýsingakerfi ríkisins hefðu dregist, en þá var bróðir Sveins og faðir Katrínar, Atli Arason, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna hjá Skýrr, nú Advania. Ríkið samdi við Skýrr um uppsetningu á nýju bókhaldskerfi en kostnaður fór langt fram úr áætlun.