Barcelona skoraði fimm mörk í spænsku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Real Betis. Betis komst óvænt yfir á Nou Camp í kvöld en Nabil Fekir skoraði eftir aðeins 15 mínútur.
Þá var röðin komin að Antoine Griezmann sem skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og kom liðinu í 2-1. Þeir Carlos Perez, Jordi Alba og Arturo Vidal sáu svo um að klára leikinn fyrir Börsunga en Loren minnkaði þó muninn fyrir Betis undir lokin.
Anssumane Fati, 16 ára drengur varð yngsti leikmaður Barcelona til að spila síðan 1941.
Fati er mikið efni en hann þurfti skriflegt leyfi frá foreldrum sínum til að spila leikinn, þar sem hann fór fram að kvöldi.
Eftir leik fékk Fati svo faðmlag frá Lionel Messi sem lék ekki með Börsungum í leiknum. Mynd af því er hér að neðan.