fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Gary er miður sín: ,,Versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram fyrr í dag þá er ÍBV fallið úr Pepsi Max-deild karla eftir skelfilegt gengi í sumar.

ÍBV er á botni deildarinnar með aðeins sex stig og markatöluna -27 sem er mun verra en öll önnur lið.

Eyjamenn heimsóttu ÍA í 18. umferð sumarsins og eftir 2-1 tap á Akranesi þá er liðið fallið úr efstu deild.

Gary Martin skoraði eina mark ÍBV í leiknum en hann kom til félagsins fyrr á leiktíðinni.

Gary birti Twitter-færslu í kvöld þar sem hann gefur sterklega í skyn að hann verði ekki áfram hjá félaginu.

Gary þakkaði Eyjamönnum fyrir tíma sinn hjá félaginu og segist aldrei hafa upplifað verri tilfinningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni