fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Jón Ásgeir opnar vefsíðu og vill vita hvernig stjórnvöld bregðast við dómnum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir opnaði í dag heimasíðu þar sem hann fagnar meðal annars niðurstöðu dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Í dómnum sem var birtur í morgun segir að íslenska ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni vegna málaferla fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums árið 2013. Íslenska ríkið á að borga bæði Jóni Ásgeiri og Tryggva rúmlega 20 þúsund evrur þar sem þeir Jón og Tryggvi höfðu áður verið dæmdir til að greiða sekt vegna sömu brota og því hafi dómurinn verið endurtekinn. Var Jón Ásgeir dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljónir króna sektar í Hæstarétti.

Á vefsíðu sinni í dag  segir Jón Ásgeir að hann hafi ekki kynnt sér efni dómsins til hlítar en þetta séu virkilega góðar fréttir:

Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki,

segir Jón Ásgeir. Í nágrannalöndunum sé brugðust allt öðruvísi við og reynt að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins:

Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben