Thierry Henry, goðsögn Arsenal, mætir oft á leiki liðsins án þess að einhver viti af því.
Henry greindi frá þessu í samtali við the Telegraph en Frakkinn er markahæsti leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Hann er að sjálfsögðu enn stuðningsmaður liðsins og reynir eins og hann getur að mæta á leiki.
Henry fer í hálfgert dulargervi og mætir í stúkuna án þess að aðdáendur liðsins taki eftir því.
,,Ég næ að fara á leiki án þess að fólk taki eftir mér og það er frábært,“ sagði Henry.
,,Stundum fer ég til Arsenal og enginn veit að ég sé þar. Það er þægilegt að breyta aðeins um umhverfi.“