fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið telur húsnæði Fossvogsskóla standast öryggiskröfur – Foreldrar ósáttir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 07:58

Fossvogsskóli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fossvogsskóla var lokað í vor þegar ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu- og rakaskemmda. Skemmdirnar komu í ljós eftir ábendingu frá foreldri nemanda en skömmu áður hafði Heilbrigðiseftirlitið skoðað skólann og gerði þá engar athugasemdir vegna raka.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Heilbrigðiseftirlitið telji að í kjölfar framkvæmdanna standist húsnæði og búnaður skólans allar kröfur um öryggi. Austur- og miðálma skólans voru tilbúnar í upphafi skólaársins en Vesturálman verður ekki tilbúin fyrr en um áramótin. Með því að færa til innan skólans verður hægt að leysa húsnæðismál hans og ekki þarf að kenna utan hans eins og gert var í vor.

Fulltrúar skólans, borgarinnar og Verkís funduðu með foreldrum í síðustu viku og segir Fréttablaðið að mikil reiði hafi verið á fundinum. Mörgum spurningum foreldra var ekki hægt að svara þrátt fyrir að tekið væri fram í fundarboði að spurningum yrði svarað. Þegar fundurinn fór fram var ekki búið að ljúka öllum þeim framkvæmdum sem þurfti til að ráða niðurlögum myglunnar, til dæmis var ekki búið að þrífa stóla sem innhéldu svamp.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi foreldrum bréf í gær þar sem hann segist hafa fundað með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins í kjölfar fundarins og hafi þeir fullvissað hann um að húsnæði skólans og búnaður standist allar öryggiskröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir