fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Hannes pirraður: ,,Eitt skrítnasta mark sem ég hef fengið á mig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var súr í kvöld eftir 3-3 jafntefli við Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla.

Hannes hefur átt betri leiki en Valsmenn komust í 2-0 yfir áður en Blikar svöruðu og var staðan 3-2 fyrir þeim grænu á 62. mínútu.

,,Þetta var skrítinn leikur maður. Ég er drullu svekktur með að missa niður 2-0 forystu í þriðja skiptið í sumar,“ sagði Hannes við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var algjör klaufagangur. Stundum ertu með full tök á leiknum en þeir skora svo þrjú mörk og við gerum vel í að koma til baka og settum pressu í lokin en eitt stig er ásættanlegt.“

,,Það er erfitt að segja hvað gerist, þetta er skrítin íþrótt stundum.“

,,Ég þarf að skoða þessi mörk betur, þriðja markið var eitt það skrítnasta sem ég hef fengið á mig.“

,,Við hittum ekki boltann eftir fyrstu hreinsun og svo held ég að einhver Bliki skjóti og hann rúllar í gegnum 2-3 menn og ég er úr jafnvægi þegar ég sé hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“